Íslenski boltinn

Ætla að grenja heima á morgun

"Þetta er ólýsanleg tilfinning," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna eftir að liðið tryggði sér titilinn í dag.

"Ég vissi að kæmi að þessu - að ég fengi að upplifa þetta - og maður uppsker núna. Við vissum að við værum í seilingarfjarlægð frá titlinum og náðum að vinna þennan mikilvæga sigur á FH um daginn. Við náðum að klára þetta í dag og nú ætlum við að fagna," sagði Sigurbjörn í samtali við Sýn.

Mig langar að grenja en ég ætla ekki að gera það hérna - ég ætla að gera það heima hjá mér á morgun," sagði Sigurbjörn sem hefur verið lengi í baráttunni með Valsmönnum í gegn um súrt og sætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×