Íslenski boltinn

Lokaumferðin í beinni á Sýn

Valsmenn geta fagnað Íslandsmeistaratitlinum á morgun
Valsmenn geta fagnað Íslandsmeistaratitlinum á morgun Mynd/Vilhelm

Á morgun fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá gerist það í fyrsta skipti að tveir leikir í Landsbankadeildinni verði sýndir í beinni útsendingu á sama tíma.

Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Laugardalsvellinum þegar liðið tekur á móti HK og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 13:45 og á sama tíma hefst beint útsending á Sýn Extra frá leik Víkings og FH á Víkingsvelli. Auk þessa verða myndavélar á öllum völlum í umferðinni þar sem fylgst verður með gangi mála og í ljós kemur hvaða lið hampar titlinum og hvaða lið fellur úr deildinni.

Í framhaldi af þessu er rétt að minna á að sýningar á rásum Sýnar frá enska boltanum hefjast ekki fyrr en úrslit liggja fyrir í Landsbankadeildinni. Þetta er gert af tilmælum Knattspyrnusambandsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.