Lífið

Flett ofan af Indiana Jones

Óli Tynes skrifar
Shia LaBeouf og Harrison Ford.
Shia LaBeouf og Harrison Ford.

Leikarinn ungi Shia LaBeouf glopraði út úr sér nafninu á nýjustu Indiana Jones myndinni á MTV tónlistarhátíðinni í Las Vegas. Allt sem snertir myndina hefur verið vel varðveitt leyndarmál. Eiginlega hefur ekkert verið um hana vitað nema það að Harrison Ford leikur auðvitað aðalhlutverkið. Shia LaBeouf á þar einnig hlutverk og er talið að hann leiki son Indiana Jones.

En nú hefur þessi grallari semsagt gloprað út úr sér að myndin mun bera titilinn; Indiana Jones og konungsríki kristals hauskúpunnar. Tökur á myndinni hófust í júní síðastliðnum og frumsýning er áætluð 22 maí á næsta ári.

Þá sjá menn væntanlega hvaða hlutverk Shia fær. Nema náttúrlega þeir Steven Spielberg og George Lucas reki hann fyrir lausmælgina.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.