Einkunnagjöf íslenska liðsins 9. september 2007 10:12 Gunnar Heiðar átti magnaðan leik í gær. Fréttablaðið gaf leikmönnum íslenska landsliðsins einkunnir fyrir þeirra frammistöðu í leiknum gegn Spánverjum í gær. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf blaðsins ásamt rökstuðningi. Árni Gautur Arason - 8 Gríðarlega öruggur frá upphafi til enda. Ekkert hik og varði nánast allt sem á markið kom. Gat lítið gert við markinu. Kristján Örn Sigurðsson - 8 Steig vart feilspor í vörninni og pakkaði David Silva saman nánast allan leikinn. Skilaði boltanum frá sér á stuttan og skynsaman hátt. Ívar Ingimarsson - 8Stýrði vörninni mjög vel og var öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum. Ánægjulegt hversu vel hann nær saman með hinum unga Ragnari. Spurning hvort Eyjólfur sé loksins búinn að finna miðvarðarparið sitt.Ragnar Sigurðsson - 8 Mögnuð frammistaða hjá Ragnari í aðeins sínum öðrum landsleik. Stekkur fullskapaður í landsliðið og spilar af gríðarlegri yfirvegun og öryggi. Hermann Hreiðarsson - 8 Finnur sig mun betur í bakvarðarstöðunni með landsliðinu og sýndi það enn á ný í gær. Hafði góðar gætur á Joaquin og ógnaði líka fram á við í fyrri hálfleik. Grétar Rafn Steinsson - 8 Hljóp úr sér lifur og lungu í leiknum. Gaf aldrei tommu eftir, skilaði bolta vel frá sér og var ógnandi. Kári Árnason - 7Var í vanþakklátu starfi aftast á miðjunni. Vissi sín takmörk og skilaði því sem ætlast var til af honum.Arnar Þór Viðarsson - 6 Barðist, hljóp mikið, allur af vilja gerður en náði samt litlum takti við leikinn og var lítið í boltanum. Jóhannes Karl Guðjónsson - 9 Prímusmótorinn í miðjuspili Íslands. Vann mörg einvígi, skilaði bolta vel frá sér og barðist eins og ljón. Gaf svo frábæra sendingu á Emil í markinu.Emil Hallfreðsson - 9 Virkar í hörkuformi, átti fjölmarga stórhættulega spretti og var Spánverjum erfiður. Skoraði frábært mark.Gunnar Heiðar Þorvaldsson - 9 Þvílíkur baráttuhundur. Ótrúleg vinnsla í Gunnari allan leikinn, kom sér í færi og var óheppinn að skora ekki. Átti það svo sannarlega skilið.Varamenn 69. mín. Ólafur Ingi Skúlason - 6 79. mín. Baldur Aðalsteinsson - x 88. mín. Ármann Smári Björnsson - x Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fréttablaðið gaf leikmönnum íslenska landsliðsins einkunnir fyrir þeirra frammistöðu í leiknum gegn Spánverjum í gær. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf blaðsins ásamt rökstuðningi. Árni Gautur Arason - 8 Gríðarlega öruggur frá upphafi til enda. Ekkert hik og varði nánast allt sem á markið kom. Gat lítið gert við markinu. Kristján Örn Sigurðsson - 8 Steig vart feilspor í vörninni og pakkaði David Silva saman nánast allan leikinn. Skilaði boltanum frá sér á stuttan og skynsaman hátt. Ívar Ingimarsson - 8Stýrði vörninni mjög vel og var öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum. Ánægjulegt hversu vel hann nær saman með hinum unga Ragnari. Spurning hvort Eyjólfur sé loksins búinn að finna miðvarðarparið sitt.Ragnar Sigurðsson - 8 Mögnuð frammistaða hjá Ragnari í aðeins sínum öðrum landsleik. Stekkur fullskapaður í landsliðið og spilar af gríðarlegri yfirvegun og öryggi. Hermann Hreiðarsson - 8 Finnur sig mun betur í bakvarðarstöðunni með landsliðinu og sýndi það enn á ný í gær. Hafði góðar gætur á Joaquin og ógnaði líka fram á við í fyrri hálfleik. Grétar Rafn Steinsson - 8 Hljóp úr sér lifur og lungu í leiknum. Gaf aldrei tommu eftir, skilaði bolta vel frá sér og var ógnandi. Kári Árnason - 7Var í vanþakklátu starfi aftast á miðjunni. Vissi sín takmörk og skilaði því sem ætlast var til af honum.Arnar Þór Viðarsson - 6 Barðist, hljóp mikið, allur af vilja gerður en náði samt litlum takti við leikinn og var lítið í boltanum. Jóhannes Karl Guðjónsson - 9 Prímusmótorinn í miðjuspili Íslands. Vann mörg einvígi, skilaði bolta vel frá sér og barðist eins og ljón. Gaf svo frábæra sendingu á Emil í markinu.Emil Hallfreðsson - 9 Virkar í hörkuformi, átti fjölmarga stórhættulega spretti og var Spánverjum erfiður. Skoraði frábært mark.Gunnar Heiðar Þorvaldsson - 9 Þvílíkur baráttuhundur. Ótrúleg vinnsla í Gunnari allan leikinn, kom sér í færi og var óheppinn að skora ekki. Átti það svo sannarlega skilið.Varamenn 69. mín. Ólafur Ingi Skúlason - 6 79. mín. Baldur Aðalsteinsson - x 88. mín. Ármann Smári Björnsson - x
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira