Íslenski boltinn

Eiður ekki í hópnum

Eiður verður ekki til taks í kvöld.
Eiður verður ekki til taks í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn.

Fyrirfram var reiknað með að Eiður yrði til taks á bekknum en nú er ljóst að svo er ekki og mun hann horfa á leikinn frá stúkunni.

Fylgst verður með leiknum í kvöld hér á Vísi.is.

Byrjunarlið Íslands (4-5-1):

Árni Gautur Arason - markvörður

Kristján Örn Sigurðsson - hægri bakvörður

Ragnar Sigurðsson - miðvörður

Ívar Ingimarsson - miðvörður

Hermann Hreiðarsson (f) - vinstri bakvörður

Kári Árnason - djúpur miðjumaður

Grétar Rafn Steinsson - hægri kantur

Jóhannes Karl Guðjónsson - miðjumaður

Arnar Þór Viðarsson - miðjumaður

Emil Hallfreðsson - vinstri kantur

Gunnar Heiðar Þorvaldsson - framherji




Fleiri fréttir

Sjá meira


×