Íslenski boltinn

Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum. Hægt er að horfa á það hér á Vísi.is.

„Mér hefur oft fundist tilviljun ráða því hvernig þetta landslið er sett saman. Eyjólfur er að leita að sinni mynd en mín skoðun er sú að við getum ekki verið með tilraunastarfsemi í landsliði," sagði Guðjón m.a. í viðtalinu en honum finnst agaleysi ríkjandi í kringum það.

„Oft á tíðum hefur varnarleikurinn ekki verið nægilega agaður. Ég segi það og stend við það að agi er upphafi árangurs. Það er ekki nóg að það sé agi inni á vellinum heldur verður hann að vera allt í kringum landsliðið frá A til Z," sagði Guðjón.

„Mér hefur fundist vanta aga í kringum þetta allt saman, því miður. Við þurfum að stíga fast til jarðar þegar við tölum um þessa hluti."

Smelltu hér til að sjá hádegisviðtalið við Guðjón

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×