Íslenski boltinn

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Kristján Örn kemur inn í byrjunarliðið.
Kristján Örn kemur inn í byrjunarliðið.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið, en Íslendingar mæta Spánverjum á Laugardalsvellinum kl. 20:00 í undankeppni EM 2008. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada.

Árni Gautur Arason kemur aftur í markið fyrir Daða Lárusson, Arnar Þór Viðarsson kemur inn fyrir Brynjar Björn Gunnarsson sem er í leikbanni, og Kristján Örn Sigurðsson kemur inn fyrir Baldur Aðalsteinsson, en Grétar Rafn Steinsson færist þá framar á verður á hægri kanti.

Ísland leikur 4-5-1

Byrjunarlið Íslands:

Árni Gautur Arason - markvörður

Kristján Örn Sigurðsson - hægri bakvörður

Ragnar Sigurðsson - miðvörður

Ívar Ingimarsson - miðvörður

Hermann Hreiðarsson (f) - vinstri bakvörður

Kári Árnason - djúpur miðjumaður

Grétar Rafn Steinsson - hægri kantur

Jóhannes Karl Guðjónsson - miðjumaður

Arnar Þór Viðarsson - miðjumaður

Emil Hallfreðsson - vinstri kantur

Gunnar Heiðar Þorvaldsson - framherji




Fleiri fréttir

Sjá meira


×