Íslenski boltinn

Tveir úr FH dæmdir í bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tommy Nielsen tekur út bann gegn Breiðabliki.
Tommy Nielsen tekur út bann gegn Breiðabliki.

Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

Olgeir Sigurgeirsson verður í banni hjá Breiðabliki í umræddum leik. Þrír aðrir leikmenn úr Landsbankadeild karla voru úrskurðaðir í leikbann í dag vegna uppsafnaðra áminninga.

Valur Fannar Gíslason verður í leikbanni þegar Fylkir tekur á móti hans fyrrum félagi Fram. Sóknarmaðurinn Þórður Birgisson leikur ekki með HK í mikilvægum leik gegn KR og þá verður ÍA án Helga Péturs Magnússonar gegn Valsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×