Lífið

Brokeback Mountain stjörnur skilja

Frekar stíf að sjá í febrúar 2007
Frekar stíf að sjá í febrúar 2007 MYND/Getty

Hollywoodleikarinn Heath Ledger er nú sagður laus og liðugur eftir þriggja ára samband við mótleikkonu sína úr Brokeback Mountain, Michelle Williams.

Þau Leger og Williams kynntust við tökur Brokeback Mountain fyrir þremur árum og trúlofuðu sig stuttu síðar. Fregnir herma að grunnt hafi verið á því góða um nokkurn skeið en að þau hafi reynt að halda sambandinu gangandi fyrir dótturina Matilda Rose sem er eins árs.

Greinilega ástfangin snemma árs 2006MYND/Getty

Að sögn vinar hefur parið undanfarið verið við tökur á sitt hvorum staðnum sem hefur valdið miklu álagi á sambandið.

Talsmaður Ledger hefur ekki viljað staðfesta sambandsslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.