Lífið

Engin tekur meira kókaín en Winehouse

Courtney Love segir að hún hafi aldrei séð neinn taka meiri eiturlyf en söngkonuna Amy Winhouse. Þetta þykir forvitnileg yfilýsing hjá Love enda hefur hún séð sinn skerf af rugli í gegn um tíðina.

"Ég hef verið með fullt af frægu fólki þegar það hefur verið að taka eiturlyf. Lindsay Lohan, Kate Moss og fleiri. En enginn toppar Winehouse," segir Cortney Love sem var gift eiturlyfjaneytandanum Kurt Cobain, söngvara Nirvana.

Eiturlyfjaneysla Amy Winehouse hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu vikur og hefur söngkonan unga farið langt með að sóa ferli sínum með neyslunni.

Miðað við orð Courtney Love virðist ekki vanþörf á að hún skelli sér í meðferð. Þvert á við það sem hún söng um í metsölulagi sínu fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.