Lífið

Giuliani tók þrettán milljónir fyrir fyrirlestur hjá Símanum

Dýrt er drottins orðið. Rudy Guiliani talaði fyrir þrettán milljónir á afmælishátíð Símans.
Dýrt er drottins orðið. Rudy Guiliani talaði fyrir þrettán milljónir á afmælishátíð Símans. MYND/AP

Rudy Giuliani tók 200.000 Bandaríkjadali eða tæpar þrettán milljónir íslenskra króna fyrir fyrirlestur sem hann hélt á 100 ára afmæli Símans á síðasta ári.

Giuliani, sem er fyrrum borgarstjóri New York borgar og núverandi frambjóðandi í forvali Repúblikana til bandarísku forsetakosninganna, hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni í Borgarleikhúsinu þann 29. september síðastliðinn. Síminn bauð ýmsum leiðtogum og áhrifamönnum í samfélaginu að hlýða á hann.

Jón Axel Ólafsson bendir á heimasíðu sinni á að nálgast megi sundurliðaða þóknun Giulianis fyrir þá fyrirlestra sem hann hélt árið 2006 síðunni www.salon.com. Þar sést að hann tók mest fyrir ræður hjá Símanum, Global Leaders og Institute for International Research Poland, eða um þrettán milljónir. Að jafnaði tók hann um sex milljónir fyrir aðra fyrirlestra.

Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, vildi ekki gefa upp einstaka kostnaðarliði við afmælishátíðina en sagði Guiliani vera einn áhrifamesta mann Bandaríkjanna og ljóst að eitthvað hafi kostað að fá hann til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.