Innlent

Bragi Þorfinnsson er efstur á Íslandsmótinu í skák

Alþjóðlegi meistarinn í skák, Bragi Þorfinnsson, er efstur með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmótsins í skák - Skákþings Íslands, sem fram fór í gærkvöldi en Bragi sigraði Róbert Harðarson.

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson sóttu ekki gull í greipar andstæðinga sinna en báðir máttu þeir sætta sig við jafntefli. Hannes gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson en Þröstur við Snorra G. Bergsson. Hannes, Þröstur og Stefán Kristjánsson eru í 2.-4. sæti með 1,5 vinning.

 

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru efstar og jafnar með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmóts kvenna, sem einnig fór fram í gærkvöldi.

 

Taflmennskan hefst á ný í dag kl. 17 en teflt er í skákhöllinni Faxafeni 12. Styrktaraðili mótsins er Orkuveita Reykjavíkur

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.