Lífið

Britney bensínlaus

MYND/Getty

Það líður ekki sá dagur sem Britney Spears kemst ekki í fjölmiðla fyrir uppátæki sín. Nú síðast varð hún bensínlaus á miðri umferðargötu í Beverly Hills.

Hún var með drengina sína tvo þá Sean Preston og Jayden James í aftursætinu þegar bíllinn drap á sér. Það varð söngkonunni til happs að nokkrir fílelfdir lögreglumenn voru í nágrenninu sem ýttu bílnum á næstu bensínstöð.

Spears er nú undir smásjá barnaverndaryfirvalda en fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Federline, segir hana vanrækja börnin. Aumingja konan virðist ekki einu sinni geta séð til þess að bensín sé á bílnum og spuring hvort þetta atvik fari inn á skýrslu barnaverndaryfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.