Lífið

Kann ekki að stilla útvarpið í nýja bílnum

Pálmi er hæstánægður með nýja bílinn
Pálmi er hæstánægður með nýja bílinn MYND/365

Pálmi Haraldsson kaupsýslumaður er hamingjusamur eigandi glænýs Range Rover jeppa af gerðinni Supercharged. Bíllinn er ein 400 hestöfl og svartur á lit eins og allir fyrri bílar Pálma enda segist hana hafa bæði einfaldan og klassískan smekk.

Pálmi segir í samtali við Vísi að þetta sé draumabílinn og að hann hafi næstum því vakið upp bíladellu hjá sér. Almennt segist hann þó ekki hafa nokkurt vit á bílum. Hann á að sögn í mestum vandræðum með að stilla útvarpið og nægir honum að vita hvar stýrið og bensíngjöfin er.

Aðspurður um hvað tryllitækið hafi kostað segist hann hreinlega ekki vita það þar sem hann hafi gleymt að líta á strimilinn. Hann segist þó halda að hann hafi borgað eitthvað í kringum fimmtán milljónir fyrir gripinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.