Lífið

Luke Wilson heimsækir bróðir sinn á spítalann

Bræðurnir Andrew, Luke og Owen Wilson.
Bræðurnir Andrew, Luke og Owen Wilson. Getty
Sést hefur til Luke Wilsons yfirgefa Cedars-Sinai spítalann í Los Angeles, þar sem fregnir herma að bróðir hans Owen sé að jafna sig eftir að hafa verið lagður þar inn á sunnudaginn.

Bresk götublöð greindu frá því í morgun að Owen gæti hafa skorið sig á púls í ástarsorg eftir að leikkonan Kate Hudson yfirgaf hann. Fram kom í The Sun að Andrew bróðir hans hafi komið að Owen hálf rænulausum í íbúð sinni í Los Angeles. Þar kom einnig fram að Owen hafi hrúgað í sig pillum.

Atburðurinn átti sér stað eftir að Kate Hudson var mynduð í bandarísku tímariti í faðmlögum með nýja kærasta sínum, grínleikaranum Dax Shepard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.