Lífið

Vel heppnuð afmælisveisla hjá löggunni

Afmælisgestir kepptu í reipitogi
Afmælisgestir kepptu í reipitogi MYND/Ólafur Örn Bragason

Embætti Ríkislögreglustjóra hélt starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra veislu í Viðey um helgina. Veislan var haldin í tilefni 10 ára afmælis embættisins þann 1. júlí síðastliðinn.

Sérsveitin bauð upp á siglinguMYND/Ólafur Örn Bragason

Að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns heppnaðist veislan afar vel og voru um 140 manns samankomnir í Viðey. Ýmis skemmtun og skemmtiatriði voru í boði og má þar nefna, spjótkast, bogfimi, reypitog, hoppikastala og grill. Þá bauð sérsveitin upp á siglingu á gúmmíbát.

MYND/Ólafur Örn Bragason
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.