Íslenski boltinn

Fram með öruggan sigur á HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alexander Steen kom Fram á bragðið gegn HK.
Alexander Steen kom Fram á bragðið gegn HK.

Fram komst upp úr botnsæti Landsbankadeildarinnar með því að leggja HK að velli 3-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu fyrir Safamýrarliðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Hermann Geir Þórsson sjálfsmark.

Framarar voru mun betri í leiknum í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna. Eftir úrslit kvöldsins í Landsbankadeildinni þéttist pakkinn í botnbaráttunni enn frekar og lítur út fyrir mikla spennu allt til loka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×