Íslenski boltinn

Mjög slæmt tap í Slóveníu

Margrét Lára skoraði mark Íslands.
Margrét Lára skoraði mark Íslands.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins. Slóvenía vann leikinn 2-1 en liðið var ekki komið með stig fyrir leikinn og úrslitin óvænt. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark Íslands.

Markið hjá Margréti Láru kom strax á fjórðu mínútu en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimastúlkur með marki úr aukaspyrnu og tóku síðan forystuna úr víti.

Guðný Auðunsdóttir var brotleg þegar vítaspyrnan var dæmd. Margrét Lára fékk fínt færi til að jafna fyrir Ísland en skaut þá yfir. Þrátt fyrir nokkur góð færi í seinni hálfleik kom ekkert mark og Ísland tapaði sínum fyrstu stigum í riðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×