Íslenski boltinn

Ísland undir í hálfleik í Slóveníu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Slóvenía hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn íslenska kvennalandsliðinu en leikið er ytra. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir strax á fjórðu mínútu en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimastúlkur með marki úr aukaspyrnu og tóku síðan forystuna úr víti.

Guðný Auðunsdóttir var brotleg þegar vítaspyrnan var dæmd. Margrét Lára fékk fínt færi til að jafna fyrir Ísland en skaut þá yfir. Íslenska liðið hefur verið mun sterkari aðilinn í leiknum.

Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins. Ísland hefur fullt hús í riðlinum eftir þrjá leiki en Slóvenía er í neðsta sæti án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×