Innlent

Leit enn engan árangur borið

Leitin að þýsku ferðamönnunum sem staðið hefur yfir á Svínafellsjökli hefur enn ekki borið árangur. Björgunarsveitarmenn fundu í dag slóð sem lá þvert yfir jökulinn, upp að Hrútsfjallstindum, og fylgdu þeir honum eftir þar til hann hvarf.

Ekkert varð af því í dag að fljúga upp á Hvannadalshnjúk en stefnt er að því að það verði gert á morgun. Þá verður sporum sem fundust við tjöld ferðamannanna fylgt og þau borin saman við þau sem fundust í dag. Leitarmenn einbeita sér nú að því að skoða þekktar gönguleiðir og þekkt hættusvæði eins og svelgi, sprungur, íshella og þessháttar. Leitin er ein sú erfiðasta sem menn muna enda aðstæður hrikalegar og svæðið erfitt yfirferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×