Innlent

Níutíu björgunarsveitamenn leita Þjóðverjanna

Björgunarsveitarmenn á leið að tjöldum Þjóðverjanna þar sem þau fundust.
Björgunarsveitarmenn á leið að tjöldum Þjóðverjanna þar sem þau fundust. MYND/Landsbjörg

Um níutíu björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. Leit verður haldið áfram til myrkurs að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en leitað er við erfiðar aðstæður nærri Svínafellsjökli en þar fundust tjöld mannanna um hádegisbil.

Sérsveitarmaður frá lögreglunni og sérþjálfað björgunarsveitarfólk ásamt sporhundi frá höfuðborgarsvæðinu var flutt á leitarstað fyrr í dag frá Reykjavík en sérsveitarmaðurinn annast vettvangsrannsókn.

Það var TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem flutti hópinn austur en sneri svo til baka. Þyrlur Gæslunnar TF-GNÁ og -EIR aðstoða hins vegar við leit en líkur eru á að GNÁ snúi til Reykjavíkur í kvöld til þess að vera í viðbragðsstöðu ef þörf er á aðstoð annars staðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×