Innlent

Ríkissjóður gaf Seðlabanka sínum 44 milljarða króna

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri: Bankinn fékk góða gjöf frá ríkissjóði.
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri: Bankinn fékk góða gjöf frá ríkissjóði.

Í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins er að finna tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins og samanburð við síðasta ár. Þar er að finna sláandi mun á hreinum lánsfjárjöfnuði sem helgast að stórum hluta af því að ríkissjóður gaf Seðlabankanum 44 milljarða króna til að styrkja gjaldeyrisforða sinn.

Samkvæmt vefritinu var lánsfjárjöfnuðurinn hagstæður um tæpa 27,5 milljarða á fyrri helmingi síðasta árs. Í ár er hann tæplega 40 milljarða króna í mínus. Auk fyrrnefndar gjafar er skýringin á þessu mikla mun, eða tæplega 70 milljörðum kr., kaup ríkissjóðs á hlut Reykajvíkur og Akureyrar í Landsvirkjun.

Samkvæmt upplýsingum frá Markúsi Möller hagfræðing í Seðlabankanum er gjalddeyrisforði Seðlabankans um 167 milljarðar króna í augnablikinu og því nemur gjöf ríkissjóðs um fjórðungi af honum. "Þetta var eingöngu gert til að styrkja gjaldeyrisforðann því Seðlabankinn er jú 100% í eigu ríkisins," segir Markús.

Af öðrum tölulegum samanburði á milli áranna má nefna að lántökur ríkissjóðs hafa þrefaldast eða úr 16 milljörðum í fyrra og í tæplega 50 milljarða í ár. Greiðsluafkoman hefur versnað nær tífalt eða úr tæplega 3 milljörðum í plús í fyrra og yfir í rúmlega 27 milljarða í mínus nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×