Innlent

Dæmd fyrir innflutning á 1 kg af kóki

Tveir Hollendingar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á rúmu kílói af kókaíni. Henry De Weever, 27 ára gamall, var dæmdur í 16 mánaða fangelsi. Appolonia Safira Djasmin, 19 ára gömul, var dæmd í 14 mánuði. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til ungs aldurs Appolinu.

Ákærðu sögðu fyrir dómi að þau hefðu flutt efnið að beiðni annars fólks. Í dómnum segir að óumdeilt sé að ákærðu hafi eingöngu verið burðardýr  og ekki átt frumkvæði að innflutningnum. Þau játuðu bæði brot sitt. „Hvorugt ákærðu hefur áður sætt refsingu er skipt geti máli við ákvörðun refsingar í þessu máli," segir í dómnum.

Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kvað upp dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×