Biskup þegir í bili um könnun presta 22. ágúst 2007 11:13 MYND/Valgarður Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun að líkindum ekki tjá sig um niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar meðal presta um heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra, að minnsta kosti ekki meðan kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallar um málið. Búist er við því að málið komi til kasta Kirkjuþings um miðjan október og verði samþykkt að veita prestum þessa heimild eru prestar þó ekki skyldaðir til athafnarinnar. Eins og fram kom í fréttum í gær eru liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra samkvæmt könnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. Beiðni um könnunina kom fram á Prestastefnu í vor þar sem tekist var á um málið. Þá var jafnframt samþykkt að vísa tillögu um að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að staðfesta samvist á grundvelli álits kenningarnefndar til nefndarinnar og biskups. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefnastjóra samkirkju- og upplýsingamála, er ólíklegt að biskup tjái sig um niðurstöðu könnunarinnar, en biskup er nú í vísitasíu í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún segir að könnunin verði send til kenningarnefndar sem muni undirbúa málið fyrir Kirkjuþing. Þar verði væntanlega tekin afstaða til málsins. Hópur presta innan Þjóðkirkjunnar og sömuleiðis Samtökin 78 telja að ekki sé gengið nógu langt með heimild til að staðfesta samvist og vilja að ein hjúskaparlög gildi í landinu þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Steinunn bendir á alíkar hugmyndir njóti ekki jafnmikils fylgis meðal presta Þjóðkirkjunnar og hugmyndir um staðfesta samvist. Á Prestastefnu í vor var borin upp tillaga um að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Sú tillaga var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Fari svo að Kirkjuþing, sem er nokkurs konar löggjafarsamkunda Þjóðkirkjunnar, samþykki að veita prestum heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra verða prestar ekki skyldaðir til að framkvæma slíka athöfn, að sögn Steinunnar. „Þetta er eins og með aðrar athafnir, þá vísar presturinn bara á annan prest," segir Steinunn. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun að líkindum ekki tjá sig um niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar meðal presta um heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra, að minnsta kosti ekki meðan kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallar um málið. Búist er við því að málið komi til kasta Kirkjuþings um miðjan október og verði samþykkt að veita prestum þessa heimild eru prestar þó ekki skyldaðir til athafnarinnar. Eins og fram kom í fréttum í gær eru liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra samkvæmt könnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. Beiðni um könnunina kom fram á Prestastefnu í vor þar sem tekist var á um málið. Þá var jafnframt samþykkt að vísa tillögu um að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að staðfesta samvist á grundvelli álits kenningarnefndar til nefndarinnar og biskups. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefnastjóra samkirkju- og upplýsingamála, er ólíklegt að biskup tjái sig um niðurstöðu könnunarinnar, en biskup er nú í vísitasíu í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún segir að könnunin verði send til kenningarnefndar sem muni undirbúa málið fyrir Kirkjuþing. Þar verði væntanlega tekin afstaða til málsins. Hópur presta innan Þjóðkirkjunnar og sömuleiðis Samtökin 78 telja að ekki sé gengið nógu langt með heimild til að staðfesta samvist og vilja að ein hjúskaparlög gildi í landinu þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Steinunn bendir á alíkar hugmyndir njóti ekki jafnmikils fylgis meðal presta Þjóðkirkjunnar og hugmyndir um staðfesta samvist. Á Prestastefnu í vor var borin upp tillaga um að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Sú tillaga var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Fari svo að Kirkjuþing, sem er nokkurs konar löggjafarsamkunda Þjóðkirkjunnar, samþykki að veita prestum heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra verða prestar ekki skyldaðir til að framkvæma slíka athöfn, að sögn Steinunnar. „Þetta er eins og með aðrar athafnir, þá vísar presturinn bara á annan prest," segir Steinunn.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira