Biskup þegir í bili um könnun presta 22. ágúst 2007 11:13 MYND/Valgarður Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun að líkindum ekki tjá sig um niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar meðal presta um heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra, að minnsta kosti ekki meðan kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallar um málið. Búist er við því að málið komi til kasta Kirkjuþings um miðjan október og verði samþykkt að veita prestum þessa heimild eru prestar þó ekki skyldaðir til athafnarinnar. Eins og fram kom í fréttum í gær eru liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra samkvæmt könnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. Beiðni um könnunina kom fram á Prestastefnu í vor þar sem tekist var á um málið. Þá var jafnframt samþykkt að vísa tillögu um að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að staðfesta samvist á grundvelli álits kenningarnefndar til nefndarinnar og biskups. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefnastjóra samkirkju- og upplýsingamála, er ólíklegt að biskup tjái sig um niðurstöðu könnunarinnar, en biskup er nú í vísitasíu í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún segir að könnunin verði send til kenningarnefndar sem muni undirbúa málið fyrir Kirkjuþing. Þar verði væntanlega tekin afstaða til málsins. Hópur presta innan Þjóðkirkjunnar og sömuleiðis Samtökin 78 telja að ekki sé gengið nógu langt með heimild til að staðfesta samvist og vilja að ein hjúskaparlög gildi í landinu þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Steinunn bendir á alíkar hugmyndir njóti ekki jafnmikils fylgis meðal presta Þjóðkirkjunnar og hugmyndir um staðfesta samvist. Á Prestastefnu í vor var borin upp tillaga um að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Sú tillaga var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Fari svo að Kirkjuþing, sem er nokkurs konar löggjafarsamkunda Þjóðkirkjunnar, samþykki að veita prestum heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra verða prestar ekki skyldaðir til að framkvæma slíka athöfn, að sögn Steinunnar. „Þetta er eins og með aðrar athafnir, þá vísar presturinn bara á annan prest," segir Steinunn. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun að líkindum ekki tjá sig um niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar meðal presta um heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra, að minnsta kosti ekki meðan kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallar um málið. Búist er við því að málið komi til kasta Kirkjuþings um miðjan október og verði samþykkt að veita prestum þessa heimild eru prestar þó ekki skyldaðir til athafnarinnar. Eins og fram kom í fréttum í gær eru liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra samkvæmt könnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. Beiðni um könnunina kom fram á Prestastefnu í vor þar sem tekist var á um málið. Þá var jafnframt samþykkt að vísa tillögu um að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að staðfesta samvist á grundvelli álits kenningarnefndar til nefndarinnar og biskups. Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, verkefnastjóra samkirkju- og upplýsingamála, er ólíklegt að biskup tjái sig um niðurstöðu könnunarinnar, en biskup er nú í vísitasíu í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún segir að könnunin verði send til kenningarnefndar sem muni undirbúa málið fyrir Kirkjuþing. Þar verði væntanlega tekin afstaða til málsins. Hópur presta innan Þjóðkirkjunnar og sömuleiðis Samtökin 78 telja að ekki sé gengið nógu langt með heimild til að staðfesta samvist og vilja að ein hjúskaparlög gildi í landinu þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Steinunn bendir á alíkar hugmyndir njóti ekki jafnmikils fylgis meðal presta Þjóðkirkjunnar og hugmyndir um staðfesta samvist. Á Prestastefnu í vor var borin upp tillaga um að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Sú tillaga var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Fari svo að Kirkjuþing, sem er nokkurs konar löggjafarsamkunda Þjóðkirkjunnar, samþykki að veita prestum heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra verða prestar ekki skyldaðir til að framkvæma slíka athöfn, að sögn Steinunnar. „Þetta er eins og með aðrar athafnir, þá vísar presturinn bara á annan prest," segir Steinunn.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira