Íslenski boltinn

Logi segir alla leiki vera úrslitaleiki núna

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Stefán

Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að allir leikir KR-inga sem eftir eru í Landsbankadeildinni séu úrslitaleikir. KR vermir botnsæti deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf leiki. KR heimsækir Víkinga í Víkina í kvöld.

„Þessi leikur er úrslitaleikur eins og næstu leikir okkar. Við verðum að berjast til síðasta blóðdropa," sagði Logi í samtali við Vísi.is. „Við ætlum að reyna að verjast framarlega og draga fram hæfileika og styrk leikmanna til að gera betur."

En hvað segir Logi um andrúmsloftið í herbúðum liðsins?

„Andrúmsloftið er að léttast að mér finnst. Æfingar hafa gengið mjög vel og vonandi getum við tekið það með okkur í leikinn í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×