Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf 2. ágúst 2007 09:54 Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni
Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21
Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06