Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf 2. ágúst 2007 09:54 Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni
Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21
Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06