Innlent

Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn

Mynd/ Haraldur Jónasson
Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×