Innlent

Vísitala framleiðsluverðs fer lækkandi

Vísitala fyrir matvæli lækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða.
Vísitala fyrir matvæli lækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða. Mynd/Stefán Karlsson

Vísitala framleiðsluverðs í júní var 118,2 stig og lækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuðu að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um eitt prósent og var 119,7 stig og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 1,3 prósent og var 143,3 stig. Þá lækkaði vísitala fyrir matvæli um 0,1 prósent en vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,9 prósent frá því í maí síðastliðnum.

Vísitala fyrir vörur sem eru framleiddar og seldar innanlands hækkaði um 0,8 prósent á tímabilinu en fyrir útfluttar afurðir lækkaði hún um 0,7 prósent. Ef litið er ár aftur í tímann hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 4,8 prósent, sjávarafurðir hafa lækkað um 4,5 prósent og afurðir stóriðju um 14,8 prósent. Það eru aðeins matvæli sem hafa hækkað á tímabilinu síðan í júní í fyrra en þau hafa hækkað um 2,3 prósent.

Nánari tölur má nálgast á heimasíðu Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×