Innlent

Bilun í götuljósarafstreng

Orkuveitu Reykjavíkur var tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Engin bilun fannst í Garðabæ við fyrstu skoðun en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað. Var honum þegar slegið út.

Biluninni fylgdi ekki rafmagnsleysi hjá almennum notendum, enda ekki um háspennustreng að ræða heldur streng sem flytur rafmagn í ljósastaura. Spennan á honum er 230 Volt. Orkuveitan gerir ráð fyrir að  nánar verði grennslast fyrir um tilkynninguna um bilun í Garðbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×