Innlent

Kviknaði í bíl á Hafnarfjarðarvegi

Bíllinn er mikið skemmdur.
Bíllinn er mikið skemmdur. MYND/365

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að kviknaði í bíl á Hafnarfjarðarvegi til móts við Fífuna í Kópavogi. Engan sakaði í brunanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og lauk slökkvistörfum um tíu mínútum eftir að útkall barst. Eldsupptök liggja ekki fyrir en bíllinn er mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×