Innlent

Þarf sérstök björgunargöng samhliða Eyjagöngum

Grafa þyrfti sérstök björgunargöng upp á tugi milljarða króna, samhliða Vestmannaeyjagöngunum, ef farið yrði eftir reglum Evrópusambandsins um öryggi í löngum jarðgöngum.

Eftir stórslysið í jarðgöngum í Mont Blank fyrir tæpum áratug þar sem tugir manna fórust vegna eldsvoða þegar tveir bílar með eldfim efni rákust á, hafa öryggisreglur í evrópskum jarðgöngum verið stór hertar. Mont Blank göngin voru til dæmis lokuð í tvö ár þar til búið var að gera björgunargöng samhliða aðalgöngunum , auk þess sem margvíslegur öryggisbúnaður hefur verið settur í þau, og eldri göng víða um álfuna. Þá hafa öryggisreglur til loftræstingar verið stór hertar , sérstakleg í löngum og þröngum göngum, eins og talað er um til Eyja.

Norsku reglurnar svonefndu, sem gilda um Hvalafjarðargöng, duga hvergi nærri til að uppfylla öryggiskröfur á Evrópusambandssvæðinu. Þeir sem til þekkja telja ólíklegt að fjárfestar vildu leggja fé í göng, sem ekki uppfylltu evrópureglurnar og að tryggingafélög yrðu treg til að tryggja slík mannvirki. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort tekið er á þessum þáttum í skýrslu verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem hún vann fyrir Vegagerðina, þar sem hún hefur ekki verið opinberuð, en þau voru ekki nefnd í úrdrætti úr henni,sem birtur var í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×