Innlent

Mannlaus bíll keyrði á hús

Húsráðanda á Akranesi brá heldur betur í brún í gær þegar mannlaus bifreið kom niður götuna og keyrði beint á húsið hans. Ökumaður hafði skroppið út úr bílnum en hins vegar láðst að taka bifreiðina úr akstursgír. Bíllinn rann 150 metra áður en hann keyrði á húsið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi er bifreiðin sjálfskipt og því rann hún af stað eftir að ökumaður hafði yfirgefið hana . Bíllinn skemmdist lítillega við höggið og þá skemmdist bárujárnsklæðning á húsinu. Engan sakaði í óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×