Innlent

ASÍ segir gagnrýni Haga ómálefnalega

Forstjóri Haga segir lítið að marka verðkannanir ASÍ og telur vinnubrögð sambandsins óvönduð. Dómskvaddir matsmenn verði fengnir til að meta málflutning ASÍ af verðlagi í matvöruverslunum. Hagfræðingur ASÍ segir gagnrýni Haga vart svaraverðar og þykir ómálefnalegt af fyrirtækinu að ráðast gegn sambandinu með slíkum gífuryrðum.

ASÍ hefur kannað verðþróun á matvöru frá desember fram í maí og telur lækkun á virðisauka og vörugjöldum ekki hafa skilað sér til neytenda að fullu. Finnur Árnason forstjóri Haga sem rekur Bónus, Hagkaup og 10-11 mótmælir útreikningum ASÍ og fullyrðir að matvöruverð hafi lækkað sem nemur lækkun á virðisauka. Verð frá byrgjum hafi hins vegar hækkað í byrjun árs sem ASÍ tæki ekki með í reikninginn.

Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir gagnrýni Haga ómálefnalega. Hann segir mælingar ASÍ sýna að vöruverð í verslunum hafi einungis lækkað um fimm prósent en samkvæmt útreikningum ASÍ og Hagstofu Íslands hefði vöruverð átt að lækka um tæplega 9 prósent eftir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar.

Finnur segir Haga ætla að kalla til dómskvadda matsmenn til að hrekja fullyrðingar

Samtök Verslunar og þjónustu vilja að Hagstofa Íslands annist verðrannsóknir í stað ASÍ. Samtökin telja Alþýðusambandið ekki hlutlaust og vilja að ríkið endurskoði fjárframlög er lúta að verðkönnunum ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×