Innlent

Enginn eldur í Eldingunni 2

Reyk lagði frá Eldingunni í dag.
Reyk lagði frá Eldingunni í dag.
Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann.

Slökkviliðinu barst tilkynning um eld í bátnum rétt fyrir hádegi í dag. Einn maður var um borð en verið var að lóðsa bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. Björgunarbátur og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru þá til móts við bátinn. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna en nálægur fiskibátur, Rún RE, tók bátinn í tog til hafnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×