Innlent

Á annað þúsund gesta á Humarhátíð

Frá hátíðinni í fyrra.
Frá hátíðinni í fyrra. MYND/Galdur

Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð.

Lögregla á svæðinu segir að undir morgun hafi farið að bera á ólátum og pústrum á tjaldsvæðinu. Búist er við fleiri gestum í dag og vill lögreglan brýna fyrir þeim ökumönnum sem eiga leið um Austur-Skaftafellssýslu að aka með varúð og sýna tillitsemi, en sauðfé getur leynst í vegköntum, og búast má við talsverðri umferð.

„Sérstaklega er þeim, sem eru með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna eða önnur tengitæki í drætti, bent á að aka varlega og sýna tillitsemi," segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan er með aukið umferðareftirlit og mun vera mjög áberandi á vegunum, vegfarendum til halds og trausts.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×