Innlent

Íbúi í Álafosskvos segir vegarlagningu hafna

Páll Kristjánsson segir vegalagninguna hafna.
Páll Kristjánsson segir vegalagninguna hafna. MYND/Páll Kristjánsson

Helgafellsvegurinn svokallaði sem tengja á Helgafellsland við Mosfellsbæ og ollið hefur miklum deilum síðustu mánuðu hefur verið lagður að mestu, að sögn íbúa í Álafosshverfi án þess að lögbundnu kynningarferli vegna lagningu brautarinnar sé lokið. Íbúinn segir þetta vera skýrt brot á lögum. Formaður skiplagsnefndar segir að aðeins sé um fráveituframkvæmd að ræða.

Bæjaryfirvöld sögðu á sínum tíma að þær framkvæmdir sem farið var af stað hafi aðeins verið til þess að leggja nauðsynlegar fráveitulagnir vegna fyrirhugaðrar íbúabyggðar í landi Helgafells. Lagnaframkvæmdirnar tengist því ekki vegarlagningunni sérstaklega. Páll Kristjánsson, hnífasmiður og íbúi í Álafosskvosinni segir hins vegar að verktakinn hafi lagt veginn umdeilda í leiðinni. Einungis eigi eftir að malbika hann. „Þetta er klárlega brot á öllum lögum. Þeir eru meira að segja búnir að leggja niðurföllin fyrir veginn sem enn hefur ekki verið samþykktur."

Haraldur Sverrisson, formaður Skipulags- og byggingarnefndar bænum, segir að framkvæmdirnar tengist eingöngu fráveituframkvæmdunum, vegarlagning sé alls ekki hafin. „Deiluskipulagið og umhverfisskýrla eru enn í auglýsingu," segir Haraldur.

Þann 15. júní síðastliðinn var felldi úrskurðarnefnd Skipulags- og byggingarmála í bænum úrskurð vegna framkvæmda við veginn. Þar var kæru íbúanna í Álafosskvos þar sem þeir kröfðust stöðvun á framkvæmdum við fráveitulagnirnar hafnað.

Formaður Skipulags- og byggingarnefndar segir aðeins um fráveituframkvæmd að ræða.MYND/Páll Kristjánsson

Páll segir að andófi íbúanna í Álafosskvosinni sé hvergi nærri lokið. „Við erum bara rétt að byrja. Við erum mörg hér í bænum sem viljum ekki sjá þennan veg þannig að þegar einn þreytist í baráttunni þá kemur annar í staðinn. Við erum ítrekuð beitt órétti í þessu máli. Íbúalýðræðið hér í bænum virðist vera á þann veg að yfirvöld segir okkur íbúunum vara hvernig hlutirnir eigi að vera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×