Innlent

Samvinnutryggingar styrkja Bifröst

Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar veitti í dag Háskólanum á Bifröst 20 milljóna króna styrk og hvatti til þess að önnur fyritæki sýndu menntastofnunum stuðning með svipuðum hætti.

Eignarhaldsfélagið komst í fréttirnar á dögunum í þegar í ljós kom um 40 þúsund manns, sem höfðu verið tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum seint á níunda áratug síðustu aldar, ættu hluta af um fimmtíu milljarða króna eignum félagsins. Nú hefur hins vegar verið ákveðið leysa upp eignarhaldsfélagið og stofna fjárfestingarfélagið Gift og skila eignum til þeirra sem voru með tryggingar hjá félaginu á umræddu tímabili.

Það var Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sem tók við styrknum úr hendi Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga og formanns stjórnar Samvinnutrygginga, en meðal markmiða stjórnarinnar er að styrkja og efla menningar- og félagslega starfsemi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×