Innlent

Kostnaður við nýja Grímseyjarferju yfir 400 milljónir

Nýja Grímseyjarferjan er komin á flot og samgönguráðherra vonast til að hún verði komin í áætlunarsiglingar eftir þrjá mánuði. Forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir deilur um endurbætur nánast leystar. Heildarkostnaður við kaup á skipinu og endurbætur fer yfir 400 milljónir króna.

Vegagerðin segir að kostnaður við kaup og endurbætur verði um 400 milljónir króna, en það er 130 milljónum meira en lagt var upp með. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö verður gengið að nánast öllum kröfum Grímseyinga um lagfæringar og viðbótarbúnað. Það fer því að styttast í að gamli Sæfari kveðji Grímseyinga.

Heildarkostnaður við að kaupa írska skipið og lagfæra það verður um helmingur þess sem nýtt skip hefði kostað, að mati Vegagerðarinnar, sem telur að það sé umtalsverður akkur fyrir ríkissjóð að leysa dæmið með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×