Innlent

Líklegast að Alcan verði á tveimur stöðum í framtíðinni

Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, segir að fyrirtækið hafi engin áform um að leggja niður starfsemi hér á landi. Þeir leiti allra mögulegra leiða til að styrkja og efla starfsemina í Straumsvík. Líklegast er að fyrirtækið verði með starfssemi á tveimur stöðum á Íslandi í framtíðinni.

Fyrirtækið hyggst taka sér tíma fram að áramótum til þess að fara yfir stöðuna í málinu og þá má búast við að ákvörðun um staðsetningu á öðru álveri verði gerð opinber.

Forsvarsmenn Alcan funduðu í morgun með bæjarstjóra Þorlákshafnar, Ólafi Áka Ragnarssyni. Ræddar voru hugmyndir um að allt að 460 til 480 þúsunda tonna álver rísi í sveitarfélaginu. Ólafur sagði þá að málið væri á frumstigi. Einnig funduðu forsvarsmenn Alcan með starfandi forsætisráðherra í morgun.

Í gær áttu fulltrúar fyrirtækisins fund með Landsvirkjunarmönnum og iðnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×