Innlent

Íslendingar vel í stakk búnir að mæta áföllum

Í hátíðarræðu sinni í dag ræddi Geir H Haarde forsætisráðherra dökka skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem leggur til verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári og það var að heyra á honum að ríkisstjórnin ætli að hlusta á sérfræðingana, vegna þess að ráðherrann sagði Íslendinga þola áföll nú betur en oft áður.

Hann sagði íslensku þjóðina betur í stakk búna en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillagna Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári.

Forsætisráðherra sagðist treysta sjávarútvegsráðherra fullkomlega til að taka ákvörðun um fiskveiðikvóta komandi árs.

Af þessum orðum forsætisráðherra má skilja að búast megi við því að Ríkisstjórnin fari að einhverju leyti að tilmælum Hafrannsóknarstofnunnar og dregið verði verulega úr þorskveiðum á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×