Innlent

Ólæti á Akureyri

Erilsamt var hjá lögreglunni á Akueyri aðra nóttina í röð, en einn lögreglumanna orðaði það svo að miðbærinn hefði verið eins og vígvöllur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri máttu tíu manns gista fangageymslur hennar í nótt vegna ýmissa brota.

Lögreglan stóð enn í ströngu snemma í morgun vegna óláta í bænum. Þetta var þó ekki eins slæmt í nótt eins og í fyrrinótt þegar mest gekk á á tjaldsvæðum bæjarins. Erillinn í nótt færðist meira af tjaldsvæðinu inn í miðbæinn.

Að sögn lögreglu var gæsla á tjaldsvæði öflugri í nótt auk þess sem lögreglan var betur mönnuð.

Að sögn lögreglu urðu fimm minniháttar líkamsárásir í nótt, fjórir voru handteknir vegna gruns um ölvun við akstur, einn þeirra var tekinn núna rétt fyrir fréttir. Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×