Innlent

Athuga hvað fór úrskeiðis hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Farið verður ítarlega yfir það hvað fór úrskeiðis hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar þegar ekki var orðið við hjálparbeiðni aldraðra hjóna fyrir rúmri viku síðan. Sex dagar liðu frá því óskað var eftir aðstoð velferðarsviðsins þar til hjálpin barst.

Nágranni hjónanna hafði samband við velferðarsviðið á miðvikudag fyrir rúmri viku síðan. Hann hafði aftur samband daginn eftir sem og á föstudaginn fyrir viku en ekkert gerðist. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær þá voru hjónin flutt á spítala á þriðjudaginn var en þá var konan illa haldin og hafði meðal annars hafði hún ekki komist á salerni og lirfur voru í sárum á fótum hennar. Eiginmaðurinn hafði beðið nágranna um hjálp sem eins og fyrr segir hafði samband við velferðarsvið Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×