Innlent

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Borgarnes.
Borgarnes. MYND/SBS

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði um klukkan sjö í kvöld ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði áður verið sviptur ökuskírteini og var því án ökuréttinda.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var maðurinn stöðvaður þar sem hann var leið í gegnum Borgarnes. Maðurinn er rúmlega tvítugur að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×