Innlent

Vill efla baráttuna gegn mansali

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. MYND/HS

Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars.

Í ræðu sinni lagði Ingibjörg áherslu á efla þyrfti baráttuna gegn mansali á svæðinu. Hvatti hún ríki ráðsins til að sameinast í þessari baráttu meðal annars með því að ráðast gegn efnahagslegum og félagslegum rótum þessa vágests þar með talið misrétti kynjanna.

Á fundinum ræddu ráðherrar aðildaríkjanna efnhags- og viðskiptamál, umhverfis- og orkumál, vernd mannréttinda og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. Ennfremur voru ræddar hugmyndir Svía um breytingar á hlutverki og starfsháttum ráðsins en Svíar gegna formennsku í ráðinu um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×