Innlent

Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði

MYND/PB

Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans.

Lögreglan í Árnessýslu óskar eftir vitnum að aksturslagi bifhjólanna um Suðurlandsveg svo og þeim sem urður sjónarvottar að slysinu. Þeir sem hafa upplýsingar á sínum snærum eru vinsamlegast beðnir að hringa í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×