Innlent

Dalfoss skal skipið heita

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Sundahöfn, þar sem Dalfoss er við bryggju
Frá Sundahöfn, þar sem Dalfoss er við bryggju

Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði.

Dalfoss er bæði frysti- og gámaskip, er 82 metra langt og 16 metra breitt og er það sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Skipið verður í rekstri hjá dótturfélagi Eimskip, Eimskip-CTG í Noregi, og hefur sú hefð myndast að öll skip í eigu Eimskip-CTG eru skírð eftir fossum sem bæði eru staðsettir í Noregi og á Íslandi, segir í fréttatilkynningu frá Eimskip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×