Innlent

Vextir Íbúðarlánasjóðs hækka

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Vextir lána Íbúðalánasjóðs hafa verið hækkaðir um 0,05% í kjölfar útboðs á Íbúðabréfum í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,70%, en vextir lána án uppgreiðsluálags eru nú 4,95%. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvarðar vexti veðbréfa íbúðarlánasjóðs með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa. Vextir íbúðarlánasjóðs hafa verið nokkuð stöðugir það sem af er ári, að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar, sviðstjóra Fjármálasviðs Íbúðarlánasjóðs. Hann á ekki von á því að þessi hækkun hafi veruleg áhrif á markaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×