„Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. maí 2025 21:46 Einar segir sínum mönnum til í kvöld. Vísir/Pawel Einar Jónsson þjálfari Framara sagði liðið sinn hafa spilað heilsteyptan leik gegn Val í kvöld en Fram vann 37-33 sigur í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Liðin mætast næst á mánudag. „Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“ Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
„Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“
Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira