Handbolti

Óðinn marka­hæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Óðinn Þór, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen, skoraði átta mörk í fyrsta leik úrslitaeinvígisins. 
Óðinn Þór, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen, skoraði átta mörk í fyrsta leik úrslitaeinvígisins.  Jan-Philipp Burmann/City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með átta mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í fyrsta leik gegn BSV Bern í úrslitaeinvígi svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Kadetten endaði í efsta sæti deildarinnar og hefur farið nokkuð auðveldlega í gegnum úrslitakeppnina hingað til, unnið báðar seríurnar án taps.

BSV er sögufrægur klúbbur en hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarin ár, nú er hins vegar allt á uppleið og talið er að liðið gæti veitt þríríkjandi meisturunum samkeppni.

Fyrsti leikurinn var allavega æsispennandi, staðan jöfn í hálfleik en Kadetten vann að lokum með einu marki, þökk sé góðri markvörslu í síðustu sókn BSV.

Óðinn var markahæstur með átta mörk en Luka Maros fylgdi honum eftir með sjö skoruð.

Þrjá sigra þarf til að vinna svissneska meistaratitilinn. Liðin mætast aftur, á heimavelli BSV, næsta fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×