Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 14:45 Ágúst Jóhannsson undirbýr sínar konur fyrir einn stærsta leikinn á þeirra ferli, ef ekki þann stærsta. Vísir/Ívar „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. „Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn